Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:17 Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Leikskólar Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun