Lítil slaufa með mikla þýðingu Halla Þorvaldsdóttir skrifar 23. október 2024 10:02 Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar