Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar 9. september 2024 10:02 Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun