Staðbundið neyslurými: Stórt skref í skaðaminnkun Magnea Gná Jóhannsdóttir og Þorvaldur Daníelsson skrifa 7. ágúst 2024 11:30 Í nokkur ár hefur Rauði Krossinn rekið færanlegt skaðaminnkandi úrræði í bíl, Frú Ragnheiði, sem þjónustað hefur fjölda fólks sem glímt hefur við fíknisjúkdóma. Markmið Frú Ragnheiðar, sem ekur um götur borgarinnar og sækir fólk heim, er að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem kann að hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Þar er veitt lágþröskuldaþjónusta svo sem nálaskiptaþjónusta. Fyrir þremur árum gerðu velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauði Krossinn samning um rekstur færanlegs neyslurýmis í bíl, kallað Ylja. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur vímuefna sem eru 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Markmiðið með slíkum rýmum er skaðaminnkun við notkun vímuefna. Í neyslurými er notanda m.a. boðið upp á almennar ráðleggingar um sprautubúnað og sprautunotkun og aðrar hættuminni aðferðir við inntöku efna og almenna ráðgjöf um hreinlæti og sjálfshjálp til að koma í veg fyrir sýkingar og draga úr líkum á sjálfsskaða. Þar er dreift hreinum sprautubúnaði fyrir hvern notanda og tekið við notuðum sprautubúnaði til förgunar. Sem og að notanda er veitt upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sem honum stendur til boða. Er því um þarfa heilbrigðisþjónustu að ræða sem hefur það markmið að auka lífsgæði, bæta heilsu og stuðla að ábyrgari neysluhegðun þeirra sem nota vímuefni. Þegar samningur Reykjavíkurborgar við Rauða Krossinn var við að renna út óskaði Velferðarráð Reykjavíkurborgar eftir áframhaldandi samstarfi við Rauði Krossins um rekstur Ylju, en talið var betra að rekstur slíks rýmis væri á föstum stað. Var það meðal annars vegna þess að bílar eiga það til að hristast þegar hvasst er úti og þá getur verið varasamt að nota sprautubúnað. Í staðbundnu húsnæði er þá hægt að bjóða fleiri einstaklingum inn í einu og byggja upp og veita aukna heilbrigðisþjónustu. Staðbundið neyslurými Í dag opnar neyslurýmið Ylja formlega við Borgartún. Rauði Krossinn mun reka þetta neyslurými samkvæmt samningi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, en ekki er hægt að fjalla um þetta án þess að minnast á þátt heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar. Willum Þór hefur verið mikill stuðningsmaður úrræðisins og hvatt til þess neyslurými yrði fundinn fastur staður. Heilbrigðisráðuneytið stendur undir kostnaði við reksturinn. Það er afar jákvætt að þessi starfsemi, sem er mikilvægt skref í minnkun á þeim skaða sem fíknisjúkdómar geta valdið, hefur fengið fastan samastað og um leið viðurkenningu á mikilvægi þessa úrræðis. Þessu skrefi ber að fagna og viljum við þakka þeim sem hafa starfað í málaflokknum um árabil, oft við erfiðar aðstæður. Höfundar eru fulltrúar Framsóknar í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hefur Rauði Krossinn rekið færanlegt skaðaminnkandi úrræði í bíl, Frú Ragnheiði, sem þjónustað hefur fjölda fólks sem glímt hefur við fíknisjúkdóma. Markmið Frú Ragnheiðar, sem ekur um götur borgarinnar og sækir fólk heim, er að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem kann að hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Þar er veitt lágþröskuldaþjónusta svo sem nálaskiptaþjónusta. Fyrir þremur árum gerðu velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauði Krossinn samning um rekstur færanlegs neyslurýmis í bíl, kallað Ylja. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur vímuefna sem eru 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Markmiðið með slíkum rýmum er skaðaminnkun við notkun vímuefna. Í neyslurými er notanda m.a. boðið upp á almennar ráðleggingar um sprautubúnað og sprautunotkun og aðrar hættuminni aðferðir við inntöku efna og almenna ráðgjöf um hreinlæti og sjálfshjálp til að koma í veg fyrir sýkingar og draga úr líkum á sjálfsskaða. Þar er dreift hreinum sprautubúnaði fyrir hvern notanda og tekið við notuðum sprautubúnaði til förgunar. Sem og að notanda er veitt upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sem honum stendur til boða. Er því um þarfa heilbrigðisþjónustu að ræða sem hefur það markmið að auka lífsgæði, bæta heilsu og stuðla að ábyrgari neysluhegðun þeirra sem nota vímuefni. Þegar samningur Reykjavíkurborgar við Rauða Krossinn var við að renna út óskaði Velferðarráð Reykjavíkurborgar eftir áframhaldandi samstarfi við Rauði Krossins um rekstur Ylju, en talið var betra að rekstur slíks rýmis væri á föstum stað. Var það meðal annars vegna þess að bílar eiga það til að hristast þegar hvasst er úti og þá getur verið varasamt að nota sprautubúnað. Í staðbundnu húsnæði er þá hægt að bjóða fleiri einstaklingum inn í einu og byggja upp og veita aukna heilbrigðisþjónustu. Staðbundið neyslurými Í dag opnar neyslurýmið Ylja formlega við Borgartún. Rauði Krossinn mun reka þetta neyslurými samkvæmt samningi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, en ekki er hægt að fjalla um þetta án þess að minnast á þátt heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar. Willum Þór hefur verið mikill stuðningsmaður úrræðisins og hvatt til þess neyslurými yrði fundinn fastur staður. Heilbrigðisráðuneytið stendur undir kostnaði við reksturinn. Það er afar jákvætt að þessi starfsemi, sem er mikilvægt skref í minnkun á þeim skaða sem fíknisjúkdómar geta valdið, hefur fengið fastan samastað og um leið viðurkenningu á mikilvægi þessa úrræðis. Þessu skrefi ber að fagna og viljum við þakka þeim sem hafa starfað í málaflokknum um árabil, oft við erfiðar aðstæður. Höfundar eru fulltrúar Framsóknar í Velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun