Hvatning til mótshaldara Landsmóts hestamanna Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 12:00 Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun