„Ég er ekki stoltur af þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2024 08:00 Danijel Djuric mun taka út sína refsingu og ætlar sér að læra af málinu. vísir/arnar Danijel Djuric, leikmaður Víkings, segist hafa lært mikið af atviki sem átti sér stað eftir leik liðsins á Kópavogsvelli þann 30. maí. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann. Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira