„Ég er ekki stoltur af þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2024 08:00 Danijel Djuric mun taka út sína refsingu og ætlar sér að læra af málinu. vísir/arnar Danijel Djuric, leikmaður Víkings, segist hafa lært mikið af atviki sem átti sér stað eftir leik liðsins á Kópavogsvelli þann 30. maí. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann. Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira