Gerum það! Stefán Hilmarsson skrifar 1. júní 2024 11:01 Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun