Tveir forsetar fyrir einn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 13:30 Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun