Tveir forsetar fyrir einn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 13:30 Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun