Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta 30. maí 2024 07:02 Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun