Forsetinn minn Eygló Egilsdóttir skrifar 29. maí 2024 06:00 Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar