Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar – Þjóðgarð á Reykjanes Davíð Arnar Stefánsson skrifar 23. maí 2024 13:30 Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Arnar Stefánsson Hafnarfjörður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun