Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar – Þjóðgarð á Reykjanes Davíð Arnar Stefánsson skrifar 23. maí 2024 13:30 Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Arnar Stefánsson Hafnarfjörður Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun