Fátækt er ekki blankheit Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2024 12:01 Flestir hafa orðið blankir á lífsleiðinni, ekki átt pening þá og þegar þá langar í eitthvað eða langar að gera eitthvað. Fátækt er viðvarandi peningaleysi, að eiga ekki fyrir nauðþurftum og aldrei leyfa sér neitt. Við öryrkjar skröltum ekki neðst í fæðukeðjunni við rétt höngum í henni á annari hendi. það er ekki boðlegt fyrir ríka þjóð að láta okkur rétt skrimta, við hljótum að mega fá smá af kökunni. Heildargreiðslur árið 2023 - 5.038.618 kr, þar af skattur 846.595 kr, já við aumingjarnir borgum líka skatt, Eftir til ráðstöfunar 4.192.023 kr eða 349.335 kr á mánuði Ég fæ um 360.000 kr út á mánaðamótum núna, ekki krónu meira, engin uppgrip né bónus, jú orlofsuppbótin og desemberuppbót saman um 67.000 kr fyrir skatt, TAKK svo mikið. Bæturnar hafa hækkað um 6.000 kr síðan á áramótum, húsnæðislánið um 16.000 kr og svo hefur allt annað hækkað líka, samt á að fresta hækkunum á bæturnar okkar um eitt og hálft ár, til septembers 2025! það þarf að nota peningana okkar til að fjármagna kjarasamningana. Ég er alin upp í sárafátækt, oftast ekki til matur alla daga mánaðarins, þá meina ég ekkert til að fá sér, við bjuggum oftast í hálf ónýtum húsum, sem engin annar vildi búa í, sem héldu hvorki vatn né vindi, við fluttum oft, allavega 12 sinnum og oft milli bæjarfélaga. 14 ára var maður farin að vinna fullan vinnudag, engin möguleiki á skólagöngu, oftast var þetta líkamlega erfið vinna og langir vinnudaga, ég fékk ekki góða heilsu og sterkan líkama í vöggugjöf, um 28 ára var maður búinn líkamlega og sennilega andlega en í þá daga var svoleiðis ekki rætt mikið, þarna var maður einstæð móðir að berjast við kerfið til að fá að fara á bætur, það gekk svona og svona. Ég hafði strengt þess heit að sonur minn þyrfti aldrei að fara svangur að sofa og stóð við það meðan hann bjó heima, en það var ekki oft til matur fyrir mig, stundum bara súputeningur í heitt vatn og bruður. Ég átti engan vagn fyrir hann, ég hélt á honum út um allt, hann er fæddur stór, ég eignaðist Regnhlífakerru þegar hann var um 1 árs. Maður eyddi engu, gerði ekkert, fór ekkert, keypti sér aldrei neitt og leifði sér ekki nokkurn skapaðan hlut. En ég er „heppin“ Ég þarf ekki að eiða miklu í lyf og hjálpartæki, þyrfti samt að vera meira en maður kemst af með það sem maður hefur, ég er ofnæmispúki og þoli ekki neinar snyrtivörur, þoli best „ódýra drasli“ í Bónus", engan farða, húðhreinsivörur, varalit, hárlitun né ilmvötn, svo það sparast mikið þar. Fötin mín eru flest gömul og löngu komin úr tísku, ég á ódýr joggingföt og götótta boli til að vera í heima, skárri föt til að fara í heimsóknir og út í búð, og spariföt sem eru 10 til 30 ára gömul. Fötin sem þó eru keypt eru úr útsölumörkuðum, ég á 4 pör af skóm, spariskórnir eru um 14 ára gamlir, úlpan mín er um 8 ára, en sem betur fer slitna fötin hjá mér lítið svo sjaldan þarf að kaupa ný. í fyrra eyddum við hjónin saman 85.000 kr í föt og skó, eða að meðaltali 60.000 kr á ári síðustu 5 ár, það eru aðallega skór, við göngum mikið. Eitt sinn fór ég í útivistabúð í Skeifunni, afgreiðslukonan leit á mig og sagði, „outletið er hér á bakvið“ ég þakkaði og fór í aðra útivistabúð rétt hjá og afgreiðslustelpan sagði „outletið er í næsta húsi“ ég stoppaði og spurði hana lít ég svona út að ég eigi bara heima í otlettinu? henni varð svaravant, ég hef í hvorugri búðinni verslað síðan, en hvað hef ég efn á merkjavöru svo sem. Við gefum ekki hvort öðru gjafir, við gerum frekar eitthvað gaman eða kaupum það sem okkur vantar, við fórum til útlanda 2008, í leikhús 2014, Sjálfstætt fólk, mjög gaman. Við keyptum okkur alvöru Canon myndavél árið 2015, við erum bæði áhugaljósmyndarar, árið 2013 var það 32" sjónvarp flatskjár, 2018 ný heimilistölva og ég fór til tannlæknis 2009 Við eigum bíl 2018 mótel af Citroen Cactu, förum á honum einu sinni í viku út í búð og eina til þrjár ferðir til Reykjavíkur á mánuði í læknastúss, þá reynir maður að hitta sína nánustu í leiðinni, nota ferðina. Það er góð sparnaðarleið að fara bara eini sinni í búð í viku. Ég leyfi mér að styrkja Unicef um 6.000 kr á mánuði er heimsforeldri, er áskrifandi af Bændablaðinu 13.900 kr á ári og áskrift að Samstöðinni 2.500 kr á mánuði, því mér finnst Gunnar Smári vera að gera góða hluti sérstaklega í Rauða borðinu. Ég á ekkert Tupperware, mínar dollur eru gamlar umbúðir undan ís, salati, ég baka til að drýgja í, engar fínar kökur eins og Eva Laufdal bara svona hvumdags, sjá Gummu kökur á Fésinu ef vill, ég hef aldrei átt hrærivél, en á góðan handþeytara, bökunaráhöld komast í eina skúffu, og annað eins eigum við af áhöldum til matartilbúnings. En „það er nó til“ ef gesti ber að garði, alltaf. En við höfum það fínt, okkur tókst að komast af leigumarkaðinum í okkar eigið húsnæði, aðrir sem eru að leigja hafa það svo miklu verra en við. Maður er löngu búinn að stilla væntingarvísitöluna látt og er nægjusamur með sitt, fer vel með hluti og er nýtinn. Þetta er bara smá innsýn í líf öryrkja, ég gæti haldið endalaust áfram. Orðið matarsóun finnst mér skelfilegt, að það sé fólk þarna úti að henda mat fyrir mörg þúsund krónu, HENDA mat, hvað er að! Ríkidæmi mitt er sonur minn, ömmustelpa og langömmu tvíburastrákar, fyrir þau geri ég hvað sem er, þið eruð yndisleg og mér þykir óendanlega vænt um ykkur. Höfundur er nægjusamur og hefur það fínt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa orðið blankir á lífsleiðinni, ekki átt pening þá og þegar þá langar í eitthvað eða langar að gera eitthvað. Fátækt er viðvarandi peningaleysi, að eiga ekki fyrir nauðþurftum og aldrei leyfa sér neitt. Við öryrkjar skröltum ekki neðst í fæðukeðjunni við rétt höngum í henni á annari hendi. það er ekki boðlegt fyrir ríka þjóð að láta okkur rétt skrimta, við hljótum að mega fá smá af kökunni. Heildargreiðslur árið 2023 - 5.038.618 kr, þar af skattur 846.595 kr, já við aumingjarnir borgum líka skatt, Eftir til ráðstöfunar 4.192.023 kr eða 349.335 kr á mánuði Ég fæ um 360.000 kr út á mánaðamótum núna, ekki krónu meira, engin uppgrip né bónus, jú orlofsuppbótin og desemberuppbót saman um 67.000 kr fyrir skatt, TAKK svo mikið. Bæturnar hafa hækkað um 6.000 kr síðan á áramótum, húsnæðislánið um 16.000 kr og svo hefur allt annað hækkað líka, samt á að fresta hækkunum á bæturnar okkar um eitt og hálft ár, til septembers 2025! það þarf að nota peningana okkar til að fjármagna kjarasamningana. Ég er alin upp í sárafátækt, oftast ekki til matur alla daga mánaðarins, þá meina ég ekkert til að fá sér, við bjuggum oftast í hálf ónýtum húsum, sem engin annar vildi búa í, sem héldu hvorki vatn né vindi, við fluttum oft, allavega 12 sinnum og oft milli bæjarfélaga. 14 ára var maður farin að vinna fullan vinnudag, engin möguleiki á skólagöngu, oftast var þetta líkamlega erfið vinna og langir vinnudaga, ég fékk ekki góða heilsu og sterkan líkama í vöggugjöf, um 28 ára var maður búinn líkamlega og sennilega andlega en í þá daga var svoleiðis ekki rætt mikið, þarna var maður einstæð móðir að berjast við kerfið til að fá að fara á bætur, það gekk svona og svona. Ég hafði strengt þess heit að sonur minn þyrfti aldrei að fara svangur að sofa og stóð við það meðan hann bjó heima, en það var ekki oft til matur fyrir mig, stundum bara súputeningur í heitt vatn og bruður. Ég átti engan vagn fyrir hann, ég hélt á honum út um allt, hann er fæddur stór, ég eignaðist Regnhlífakerru þegar hann var um 1 árs. Maður eyddi engu, gerði ekkert, fór ekkert, keypti sér aldrei neitt og leifði sér ekki nokkurn skapaðan hlut. En ég er „heppin“ Ég þarf ekki að eiða miklu í lyf og hjálpartæki, þyrfti samt að vera meira en maður kemst af með það sem maður hefur, ég er ofnæmispúki og þoli ekki neinar snyrtivörur, þoli best „ódýra drasli“ í Bónus", engan farða, húðhreinsivörur, varalit, hárlitun né ilmvötn, svo það sparast mikið þar. Fötin mín eru flest gömul og löngu komin úr tísku, ég á ódýr joggingföt og götótta boli til að vera í heima, skárri föt til að fara í heimsóknir og út í búð, og spariföt sem eru 10 til 30 ára gömul. Fötin sem þó eru keypt eru úr útsölumörkuðum, ég á 4 pör af skóm, spariskórnir eru um 14 ára gamlir, úlpan mín er um 8 ára, en sem betur fer slitna fötin hjá mér lítið svo sjaldan þarf að kaupa ný. í fyrra eyddum við hjónin saman 85.000 kr í föt og skó, eða að meðaltali 60.000 kr á ári síðustu 5 ár, það eru aðallega skór, við göngum mikið. Eitt sinn fór ég í útivistabúð í Skeifunni, afgreiðslukonan leit á mig og sagði, „outletið er hér á bakvið“ ég þakkaði og fór í aðra útivistabúð rétt hjá og afgreiðslustelpan sagði „outletið er í næsta húsi“ ég stoppaði og spurði hana lít ég svona út að ég eigi bara heima í otlettinu? henni varð svaravant, ég hef í hvorugri búðinni verslað síðan, en hvað hef ég efn á merkjavöru svo sem. Við gefum ekki hvort öðru gjafir, við gerum frekar eitthvað gaman eða kaupum það sem okkur vantar, við fórum til útlanda 2008, í leikhús 2014, Sjálfstætt fólk, mjög gaman. Við keyptum okkur alvöru Canon myndavél árið 2015, við erum bæði áhugaljósmyndarar, árið 2013 var það 32" sjónvarp flatskjár, 2018 ný heimilistölva og ég fór til tannlæknis 2009 Við eigum bíl 2018 mótel af Citroen Cactu, förum á honum einu sinni í viku út í búð og eina til þrjár ferðir til Reykjavíkur á mánuði í læknastúss, þá reynir maður að hitta sína nánustu í leiðinni, nota ferðina. Það er góð sparnaðarleið að fara bara eini sinni í búð í viku. Ég leyfi mér að styrkja Unicef um 6.000 kr á mánuði er heimsforeldri, er áskrifandi af Bændablaðinu 13.900 kr á ári og áskrift að Samstöðinni 2.500 kr á mánuði, því mér finnst Gunnar Smári vera að gera góða hluti sérstaklega í Rauða borðinu. Ég á ekkert Tupperware, mínar dollur eru gamlar umbúðir undan ís, salati, ég baka til að drýgja í, engar fínar kökur eins og Eva Laufdal bara svona hvumdags, sjá Gummu kökur á Fésinu ef vill, ég hef aldrei átt hrærivél, en á góðan handþeytara, bökunaráhöld komast í eina skúffu, og annað eins eigum við af áhöldum til matartilbúnings. En „það er nó til“ ef gesti ber að garði, alltaf. En við höfum það fínt, okkur tókst að komast af leigumarkaðinum í okkar eigið húsnæði, aðrir sem eru að leigja hafa það svo miklu verra en við. Maður er löngu búinn að stilla væntingarvísitöluna látt og er nægjusamur með sitt, fer vel með hluti og er nýtinn. Þetta er bara smá innsýn í líf öryrkja, ég gæti haldið endalaust áfram. Orðið matarsóun finnst mér skelfilegt, að það sé fólk þarna úti að henda mat fyrir mörg þúsund krónu, HENDA mat, hvað er að! Ríkidæmi mitt er sonur minn, ömmustelpa og langömmu tvíburastrákar, fyrir þau geri ég hvað sem er, þið eruð yndisleg og mér þykir óendanlega vænt um ykkur. Höfundur er nægjusamur og hefur það fínt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun