Hvernig forseta vilt þú? Valdís Arnarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 17:01 Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun