„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2024 12:21 Rúnar þjálfaði KR árum saman en skipti í Fram í vetur. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00. Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00.
Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti