„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2024 12:21 Rúnar þjálfaði KR árum saman en skipti í Fram í vetur. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00. Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00.
Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti