Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Yousef Ingi Tamimi skrifar 15. apríl 2024 07:01 Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Eurovision Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun