Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Yousef Ingi Tamimi skrifar 15. apríl 2024 07:01 Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Eurovision Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun