Maður í manns stað Íris E. Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 17:01 Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar