Netanjahú í fýlu við Biden Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 19:15 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56