Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 12:04 Í Staðarskála er hægt að kaupa alls kyns mat. Þar er hins vegar ekki leyfilegt að koma með sinn eigin mat. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. „Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“ Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent