Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 16:54 Jón Gunnarsson er þriðji aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætis-, félags-, vinnumarkaðs- og matvælaráðherra. Hann þáði boð Bjarna sem fulltrúa hans í matvælráðuneytinu um svipað leyti og hann samþykkti að gefa kost á sér í 5. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/samsett Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, greindi frá því í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn, Gunnar Bergmann Jónsson, í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar. Heimildin birti svo í dag umfjöllun sem byggir á leynilegum upptökum af samtali erlenda mannsins við Gunnar. Þar heyrist Gunnar halda því fram að Jón faðir sinn hafi sett það sem kröfu að fá stöðu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. Haft er eftir Gunnari úr upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, gæti þó ekki skrifað undir afgreiðsluna sjálfur vegna hagsmunaárekstra. Því yrði Þórdís Kolbrún eða einhver annar ráðherra fenginn til þess. Gunnar vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Bauð upptökur í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Í frétt Heimildarinnar segir aðeins að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína við upplýsingaöflun og rannsóknir hafi gert upptökurnar fyrir ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andvíg hvalveiðum. Hvorki fyrirtækið né samtökin eru nefnd með nafni í fréttinni. Gunnar Bergmann Jónsson við skutulinn á þeim árum sem hann var í fararbroddi hjá hrefnuveiðimönnum hér á landi.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu fleiri en Heimildin skilaboð þar sem þeim voru boðnar myndbandsupptökur sem voru sagðar staðfesta spillingu ónefnds stjórnmálamanns og þekkts viðskiptamanns í tengslum við hvalveiðar. Skilaboðin voru send í nafni starfsmanns Black Cube. Kona sem svaraði í síma á skrifstofu Black Cube í morgun kannaðist ekki við að maður með því nafni sem sendi skilaboðin ynni þar þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hún sagðist ætla að kanna málið og hafa samband aftur en gerði það ekki. Reyndu að veiða upplýsingar upp úr ásakendum Weinstein Black Cube var stofnað af fyrrverandi liðsmönnum Ísraelshers árið 2011 og hefur síðan sankað að sér fyrrverandi leyniþjónustufólki. Fyrirtækið er sagt þekkt sem „einka-Mossad“, ísraelska leyniþjónustan, í umfjöllun breska blaðsins The Telegraph frá því í mars. Það hefur skrifstofur í Tel Aviv, Madrid á Spáni og í London og sérhæfir sig í upplýsingaöflun fyrir viðskiptavini sem standa í málarekstri gegn samkeppnisaðilum. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum sem leiddi til þess að Wall Street Journal fjallaði um það undir fyrirsögninni „Flumbrugangur spæjara einka-Mossad“. Tveir útsendarar Black Cube voru þannig handteknir og síðar sakfelldir fyrir að njósna um rúmenskan saksóknara sem fór fyrir spillingarrannsóknum árið 2016. Ári síðar kom í ljós að Black Cube hefði starfað fyrir Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann og nauðgarann, eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann réði fyrirtækið til þess að reyna að koma í veg fyrir að New York Times fjallaði um ásakanirnar. Weinstein fékk þó ekki mikið fyrir peningana því greinin birtist og hann var síðar sakfelldur fyrir glæpi sína. Í umfjöllun New Yorker um málið kom fram að Black Cube hefði notað tálbeitur sem vinguðust við ásakendur Weinstein til þess að veiða upplýsingar upp úr þeim. Einn útsendari fyrirtækisins hafi meðal annars þóst vera fulltrúi kvenréttindasamtaka og gert leynilegar upptökur af einni kvennanna. Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Harvey Weinstein Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, greindi frá því í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn, Gunnar Bergmann Jónsson, í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar. Heimildin birti svo í dag umfjöllun sem byggir á leynilegum upptökum af samtali erlenda mannsins við Gunnar. Þar heyrist Gunnar halda því fram að Jón faðir sinn hafi sett það sem kröfu að fá stöðu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. Haft er eftir Gunnari úr upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, gæti þó ekki skrifað undir afgreiðsluna sjálfur vegna hagsmunaárekstra. Því yrði Þórdís Kolbrún eða einhver annar ráðherra fenginn til þess. Gunnar vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Bauð upptökur í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Í frétt Heimildarinnar segir aðeins að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína við upplýsingaöflun og rannsóknir hafi gert upptökurnar fyrir ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andvíg hvalveiðum. Hvorki fyrirtækið né samtökin eru nefnd með nafni í fréttinni. Gunnar Bergmann Jónsson við skutulinn á þeim árum sem hann var í fararbroddi hjá hrefnuveiðimönnum hér á landi.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu fleiri en Heimildin skilaboð þar sem þeim voru boðnar myndbandsupptökur sem voru sagðar staðfesta spillingu ónefnds stjórnmálamanns og þekkts viðskiptamanns í tengslum við hvalveiðar. Skilaboðin voru send í nafni starfsmanns Black Cube. Kona sem svaraði í síma á skrifstofu Black Cube í morgun kannaðist ekki við að maður með því nafni sem sendi skilaboðin ynni þar þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hún sagðist ætla að kanna málið og hafa samband aftur en gerði það ekki. Reyndu að veiða upplýsingar upp úr ásakendum Weinstein Black Cube var stofnað af fyrrverandi liðsmönnum Ísraelshers árið 2011 og hefur síðan sankað að sér fyrrverandi leyniþjónustufólki. Fyrirtækið er sagt þekkt sem „einka-Mossad“, ísraelska leyniþjónustan, í umfjöllun breska blaðsins The Telegraph frá því í mars. Það hefur skrifstofur í Tel Aviv, Madrid á Spáni og í London og sérhæfir sig í upplýsingaöflun fyrir viðskiptavini sem standa í málarekstri gegn samkeppnisaðilum. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum sem leiddi til þess að Wall Street Journal fjallaði um það undir fyrirsögninni „Flumbrugangur spæjara einka-Mossad“. Tveir útsendarar Black Cube voru þannig handteknir og síðar sakfelldir fyrir að njósna um rúmenskan saksóknara sem fór fyrir spillingarrannsóknum árið 2016. Ári síðar kom í ljós að Black Cube hefði starfað fyrir Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann og nauðgarann, eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann réði fyrirtækið til þess að reyna að koma í veg fyrir að New York Times fjallaði um ásakanirnar. Weinstein fékk þó ekki mikið fyrir peningana því greinin birtist og hann var síðar sakfelldur fyrir glæpi sína. Í umfjöllun New Yorker um málið kom fram að Black Cube hefði notað tálbeitur sem vinguðust við ásakendur Weinstein til þess að veiða upplýsingar upp úr þeim. Einn útsendari fyrirtækisins hafi meðal annars þóst vera fulltrúi kvenréttindasamtaka og gert leynilegar upptökur af einni kvennanna.
Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Harvey Weinstein Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira