Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 22:02 Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í Covid-19-heimsfaraldrinum. Hún telur Ísland hafa heilt yfir komið vel út úr faraldrinum en innviðir hafi kannski ekki verið nægilega sterkir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu. Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira