Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Gunnar Reynir Valþórsson og Árni Sæberg skrifa 11. nóvember 2024 06:47 Forsetarnir tveir ræddu saman í síma. Þessi mynd er tekin árið 2019. Mikhail Svetlov/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21