Mikið úrhelli í upphafi mánaðar varð til þess götur Valencia líktust stórfljótum. 220 hið minnsta eru látnir.
Íbúar í Valensía héraði héldu mótmælafundi í kvöld. Í fyrstu komu mótmælendur saman á torgi í miðborg Valensía en mótmælin breyttust í óeirðir áður en leið á löngu.
Carlos Mazón leiðtogi Valensía-héraðs hefur mátt sæta mikilli gagnrýni að undanförnu vegna þess hvernig stjórnvöld brugðust við flóðahættunni. Samkvæmt AP fréttastofunni liggur fyrir að margir íbúar héraðsins fengu ekki viðvörunarskilaboð fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að flóðin fóru af stað. Af þessum sökum er kallað eftir afsögn Mazón og annarra embættismanna.
Mazón hefur haldið því fram að umfang flóðanna hafi ekki verið fyrirsjáanlegt og að hans stjórn hafi ekki fengið nægar viðvaranir frá viðeigandi stjórnvöldum. Það liggur hins vegar fyrir að rauð viðvörun var í gildi á svæðinu morguninn áður en flóðin hófust.
Að neðan má sjá myndband frá óeirðunum í kvöld.