Skynsemi í rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 19. mars 2024 11:30 Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun