Skynsemi í rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 19. mars 2024 11:30 Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun