Milljarðaplástur Natan Kolbeinsson skrifar 12. mars 2024 09:00 Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Viðreisn Grunnskólar Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun