Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2025 09:02 Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar