Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar 20. nóvember 2025 12:01 Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun