„Strákamamma 02.03.2022,“ skrifaði Elísa við mynd af syninum.
Um er að ræða annað barn parsins en fyrir eiga þau eina stúlku.
Elísa greindi frá óléttunni í september í fyrra þar sem hún sagði fjöklskylduna spennta að jafna út leikinn í lok febrúar. Drengurinn lét bíða eftir sér og kom í heiminn nokkrum dögum eftir settan dag.
„Ef allt gengur að óskum þá mun okkur litlu fjölskyldunni færast liðsstyrkur í lok febrúar. Við foreldrarnir höfum notið yfirtölunnar en erum spennt að jafna út leikinn,“ skrifaði Elísa við mynd af fjölskyldunni með sónarmynd við hönd.
Elísa er leikmaður Vals þar sem hún hefur verið fyrirliði síðastliðin ár. Auk þess á hún á 54 A-landsliðsleiki að baki. Rasmus leikur með Aftureldingu og dönsukennari við Hagaskóla.