Sprautufíklarnir mínir Árni Tómas Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2024 12:30 Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Tómas Ragnarsson Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun