Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 07:32 Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun