Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun