Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar 12. nóvember 2025 18:30 Takk Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Fyrst og fremst fyrir að viðurkenna að ég sé til (ég er smjaðraður) og í öðru lagi fyrir að opinbera þig sem white nationalist. Það auðveldar hlutina. Þegar Snorri segir eitthvað eins og „hin great replacement theory er ekki bara kenning,“ þá fær hann ekki að láta eins og hann sé að segja eitthvað hlutlaust. Hann fær ekki að fela sig á bak við orðaleiki eða sakleysislegt þykjustuleikrit. Þetta hugtak er sjálft hjartað í nútíma hvítri þjóðernishyggju. Það er fáni þeirra sem hafa myrt og réttlætt ofbeldi í nafni rasískrar samsæriskenningar. Þú getur ekki endurtekið þetta hugtak með samþykki og síðan neitað að tilheyra þeirri hugmyndafræði sem fylgir því. Svo kölluð „Great Replacement“ kom ekki úr lausu lofti. Hún var búin til af öfgahægrisinnuðum hugmyndafræðingum sem héldu því fram að hvítir Evrópubúar væru markvisst skiptir út fyrir innflytjendur. Þetta er ekki lýðfræðileg athugun; þetta er samsærisáróður. Og um leið og þú segir að þetta sé raunverulegt, þá ertu kominn á sömu hugmyndaleið og hvítir þjóðernissinnar sem hafa framið fjöldamorð út um allan heim. Brenton Tarrant nefndi stefnuskrá sína The Great Replacement áður en hann myrti 51 múslima í Christchurch. Skotárásarmaðurinn í El Paso notaði sömu rök þegar hann drap 23 manns í Walmart, með bulli um innrás. Skotárásarmaðurinn Payton Gendron í Buffalo vitnaði beint í sömu orðræðu þegar hann réðst á svarta verslunargesti. Ef þú vilt taka dæmi nær heimilinu, þá endurspegla orð Anders Breivik mjög vel orð Snorra. Og við vitum öll hvað gerðist þar. Þetta er ekkert leyndarmál, þetta er söguleg staðreynd. Ef Snorri heldur að hann geti endurtekið sömu hugmyndafræði en samt haldið því fram að hann sé ekki hvítur þjóðernissinni, þá er hann annað hvort að blekkja sjálfan sig eða reyna að blekkja aðra. Þú getur ekki vitnað í kjarnakenningu ofbeldisfullrar rasískrar hreyfingar og síðan þóst hneykslaður þegar fólk bendir á tengslin. Og fáviska? Nei, sú afsökun gengur ekki upp. Hún gufar upp um leið og þú opnar Twitter í eina mínútu og sérð hverjir eru að fagna honum. Það þarf varla að fletta lengi til að sjá opinbera nýnasista með hakakross í lýsingunni og Sieg Heil í tímalínunni deila orðum Snorra og klappa honum á bakið. Ef orð þín eru fögnuð af fólki sem dreymir um þjóðernishreinsanir, þá er það ekki tilviljun. Það er stórt viðvörunarljós. Svona er öfgatal orðræðunnar þvegin hrein. Nýnasistarnir öskra samsærið opinskátt. Svo kemur einhver eins og Snorri, í fínum fötum og mýkri orðavali, og segir nákvæmlega það sama bara á menningarlegri hátt. Skyndilega virðist hugmyndin skynsamleg, jafnvel umhugsunarverð, og þeir sem ýta undir hana geta þóst vera bara að tala um pólitík. En þetta er sama eitur, bara hellt í fínni glasi. Árið 2025 fær enginn að þykjast ekki vita hvað mikil þjóðarútskipting merkir. Tengslin milli þessarar orðræðu og ofbeldis hvítu þjóðernissinnanna eru ekki flókin. Þau eru opinber, vel skjalfest og hafa mótað síðustu áratugi frétta og hryðjuverka. Þegar Snorri endurtekur þessi skilaboð er hann hluti af sömu vél sem framleiðir hatrið og réttlætir ofbeldið. Hann þarf ekki að bera byssu eða skrifa stefnuskrá, það nægir að venja fólk við lygarnar sem gera slíkt ofbeldi mögulegt. Þannig að nei, hann fær ekki að neita. Og hann fær ekki að fela sig á bak við fávísi. Þegar augljósir nýnasistar fagna orðum þínum, þá er vandamálið ekki að fólk misskilji þig. Vandamálið er að þú ert að tala sama tungumál og þeir. Svo Snorri. Að því gefnu að þú sért að lesa þetta. Anders Breivik, Brenton Tarrant, Payton Gendron. Þetta er fólk (meðal annars) sem hefur framið grimmdarverk í nafni „Great replacement theory“ sem þú fullyrðir með stolti að sé „ekki bara kenning“. Höfðu þeir rétt fyrir sér? Höfundur er innflytjandi sem starfar í verksmiðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ian McDonald Miðflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Takk Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Fyrst og fremst fyrir að viðurkenna að ég sé til (ég er smjaðraður) og í öðru lagi fyrir að opinbera þig sem white nationalist. Það auðveldar hlutina. Þegar Snorri segir eitthvað eins og „hin great replacement theory er ekki bara kenning,“ þá fær hann ekki að láta eins og hann sé að segja eitthvað hlutlaust. Hann fær ekki að fela sig á bak við orðaleiki eða sakleysislegt þykjustuleikrit. Þetta hugtak er sjálft hjartað í nútíma hvítri þjóðernishyggju. Það er fáni þeirra sem hafa myrt og réttlætt ofbeldi í nafni rasískrar samsæriskenningar. Þú getur ekki endurtekið þetta hugtak með samþykki og síðan neitað að tilheyra þeirri hugmyndafræði sem fylgir því. Svo kölluð „Great Replacement“ kom ekki úr lausu lofti. Hún var búin til af öfgahægrisinnuðum hugmyndafræðingum sem héldu því fram að hvítir Evrópubúar væru markvisst skiptir út fyrir innflytjendur. Þetta er ekki lýðfræðileg athugun; þetta er samsærisáróður. Og um leið og þú segir að þetta sé raunverulegt, þá ertu kominn á sömu hugmyndaleið og hvítir þjóðernissinnar sem hafa framið fjöldamorð út um allan heim. Brenton Tarrant nefndi stefnuskrá sína The Great Replacement áður en hann myrti 51 múslima í Christchurch. Skotárásarmaðurinn í El Paso notaði sömu rök þegar hann drap 23 manns í Walmart, með bulli um innrás. Skotárásarmaðurinn Payton Gendron í Buffalo vitnaði beint í sömu orðræðu þegar hann réðst á svarta verslunargesti. Ef þú vilt taka dæmi nær heimilinu, þá endurspegla orð Anders Breivik mjög vel orð Snorra. Og við vitum öll hvað gerðist þar. Þetta er ekkert leyndarmál, þetta er söguleg staðreynd. Ef Snorri heldur að hann geti endurtekið sömu hugmyndafræði en samt haldið því fram að hann sé ekki hvítur þjóðernissinni, þá er hann annað hvort að blekkja sjálfan sig eða reyna að blekkja aðra. Þú getur ekki vitnað í kjarnakenningu ofbeldisfullrar rasískrar hreyfingar og síðan þóst hneykslaður þegar fólk bendir á tengslin. Og fáviska? Nei, sú afsökun gengur ekki upp. Hún gufar upp um leið og þú opnar Twitter í eina mínútu og sérð hverjir eru að fagna honum. Það þarf varla að fletta lengi til að sjá opinbera nýnasista með hakakross í lýsingunni og Sieg Heil í tímalínunni deila orðum Snorra og klappa honum á bakið. Ef orð þín eru fögnuð af fólki sem dreymir um þjóðernishreinsanir, þá er það ekki tilviljun. Það er stórt viðvörunarljós. Svona er öfgatal orðræðunnar þvegin hrein. Nýnasistarnir öskra samsærið opinskátt. Svo kemur einhver eins og Snorri, í fínum fötum og mýkri orðavali, og segir nákvæmlega það sama bara á menningarlegri hátt. Skyndilega virðist hugmyndin skynsamleg, jafnvel umhugsunarverð, og þeir sem ýta undir hana geta þóst vera bara að tala um pólitík. En þetta er sama eitur, bara hellt í fínni glasi. Árið 2025 fær enginn að þykjast ekki vita hvað mikil þjóðarútskipting merkir. Tengslin milli þessarar orðræðu og ofbeldis hvítu þjóðernissinnanna eru ekki flókin. Þau eru opinber, vel skjalfest og hafa mótað síðustu áratugi frétta og hryðjuverka. Þegar Snorri endurtekur þessi skilaboð er hann hluti af sömu vél sem framleiðir hatrið og réttlætir ofbeldið. Hann þarf ekki að bera byssu eða skrifa stefnuskrá, það nægir að venja fólk við lygarnar sem gera slíkt ofbeldi mögulegt. Þannig að nei, hann fær ekki að neita. Og hann fær ekki að fela sig á bak við fávísi. Þegar augljósir nýnasistar fagna orðum þínum, þá er vandamálið ekki að fólk misskilji þig. Vandamálið er að þú ert að tala sama tungumál og þeir. Svo Snorri. Að því gefnu að þú sért að lesa þetta. Anders Breivik, Brenton Tarrant, Payton Gendron. Þetta er fólk (meðal annars) sem hefur framið grimmdarverk í nafni „Great replacement theory“ sem þú fullyrðir með stolti að sé „ekki bara kenning“. Höfðu þeir rétt fyrir sér? Höfundur er innflytjandi sem starfar í verksmiðju.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar