Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun