Þegar óttinn ræður för Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen skrifa 25. febrúar 2024 10:30 Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Halldóra Mogensen Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun