Þegar óttinn ræður för Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen skrifa 25. febrúar 2024 10:30 Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Halldóra Mogensen Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun