Elskar bjór og mætti alltaf með fimm aukakíló Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Eden Hazard fékk kveðjuathöfn á landsleik Belga síðasta haust, eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Getty/Joris Verwijst Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Eden Hazard viðurkennir að hafa ítrekað mætt of þungur og ekki í formi til æfinga hjá Real Madrid eftir sumarfrí. Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu. Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu.
Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó