„Ég get ekki beðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 20:02 Elín Rósa Magnúsdóttir mun stýra sóknarleik Valsliðsins í leik morgundagsins. Vísir/Ívar Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. „Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira