Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira