Íslenski boltinn

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þróttarar hafa byrjað tímabilið vel.
Þróttarar hafa byrjað tímabilið vel. vísir/anton

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks grönnum sínum í HK sem leika í Lengjudeildinni. Þór/KA og FH leiða saman hesta sína og Tindastóll mætir ÍBV sem er í Lengjudeildinni líkt og HK.

Vestri, sem sigraði Breiðablik í gær, 1-2, mætir Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Afturelding og Fram eigast við og Stjarnan tekur á móti Keflavík.

Leikirnir í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara fram 11. og 12. júní en karlamegin fara leikirnir fram 18. og 19. júní.

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins

Kvenna:

  • Valur - Þróttur R.
  • Þór/KA - FH
  • Tindastóll - ÍBV
  • Breiðablik - HK

Karla:

  • Afturelding - Fram
  • ÍBV - Valur
  • Stjarnan - Keflavík
  • Vestri - Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×