Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðurs­gestir á fyrsta heima­leik KR

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Selirnir í Húsdýragarðinum verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR, í boði framkvæmdastjórans Pálma Rafns Pálmasonar, sem segir ekki standa til að draga úr fjárstuðningi við fjölnotaíþróttahús KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. 
Selirnir í Húsdýragarðinum verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR, í boði framkvæmdastjórans Pálma Rafns Pálmasonar, sem segir ekki standa til að draga úr fjárstuðningi við fjölnotaíþróttahús KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða.  vísir

Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR.

RÚV greindi í gærkvöldi frá breytingartillögu borgarstjóra á fjárfestingaáætlun. Þar kemur fram að framlög til selalaugarinnar í Húsdýragarðinum eigi að hækka um sextíu milljónir króna en framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR eigi að lækka um hundrað milljónir.

Sjokk í gær en samþykkur eftir símtal

Í samtali við RÚV í gær var Pálmi Rafn Pálmason í sjokki en hann tjáði sig aftur um málið á Facebook síðu KR í hádeginu, ekki lengur í sjokki eftir að hafa rætt við formann borgarráðs.

„Ég fékk símtal frá formanni borgarráðs sem fullyrti við mig að borgin er ekki að fara að bakka neitt með verkefnið okkar og við höfum fullan stuðning frá þeim við gerð fjölnota íþrótthúss. Þetta eru einungis tilfærslur vegna tafa á verkinu, t.d. vegna tafa við útboð“ skrifar Pálmi og segir selina eiga von á boði á fyrsta heimaleik KR.

Sjá einnig: Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar

Selirnir verða heiðursgestir

„Við höldum áfram að berjast fyrir því að allir okkar iðkendur fái eins góða aðstöðu og mögulegt er, bæði innan- sem utandyra. Að lokum fagna ég að sjálfsögðu að selirnir fái bætta aðstöðu samhliða okkur KR-ingum og munum við klárlega bjóða þeim sem heiðursgestum á okkar fyrsta heimaleik á nýjum velli“ skrifar Pálmi einnig í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×