Umræða um ofgreiningu á ADHD og einhverfu Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 15:00 Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Sjá meira
Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun