Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun