Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar