Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar 20. nóvember 2025 15:32 Í bókahillunni minni er bók sem mun heita á íslensku „Að hafa eða að vera - Sálfræðilegur grundvöllur nýrrar samfélagsgerðar“ eftir Erich Fromm, þýsk-amerískan félagssálfræðing og heimspeking. Bókin kom fyrst út 1976. Erich Fromm var einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar og sameinar í verkum sínum sálfræði, heimspeki og samfélagsgagnrýni á einstakan hátt. „Að hafa eða að vera“ snýst um hvað gerir líf fólks raunverulega merkingarbært og opnar augu lesandans fyrir afleiðingum neyslumenningarinnar. Skilaboðin eru m.a. að sönn hamingja felist ekki í því að hafa, heldur í því að vera. Að hafa Það vekur mér undrun að þessi djúpa og áhrifamikla viska frá því fyrir nærri hálfri öld, frá Fromm og öðrum virtum fræðimönnum virðist ekki hafa haft áhrif á þróunina í vestrænum samfélögum. Neyslumenningin hefur vaxið gífurlega ásamt því að leita hamingju í eignum, þægindum og afrekum. Erich Fromm bendir á að í samfélagi sem stjórnast af því „að hafa“ snýst of margt um hluti. Það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar. Erich Fromm skrifar um eyðileggingu á náttúrunni sem afleiðingu offramleiðslu og ofneyslu. Tengsl fólks við náttúruna rofna. Erich Fromm er meðvitaður um að náttúrulegar auðlindir eru takmarkaðar og bendir m.a. á rannsóknarniðurstöður Rómarsamtakanna frá 1972 um að áframhaldandi vöxtur í framleiðslu og neyslu muni leiða til hruns vistkerfa. Sem virðist vera að raungerast. Hann bendir á vaxandi ójöfnuð bæði innan hvers lands og hnattrænt milli landa sem er einnig kunnuglegt. Og hann lýsir hvernig okkur verður stjórnað í gegnum fjölmiðla og auglýsingar og hvernig þau móta hvernig við sjáum heiminn, oft án þess að við áttum okkur á því. Erich Fromm útskýrir vel að eigingirni og græðgi sem kerfið ræktar leiði ekki til jafnvægis eða friðar. Þvert á móti skapi það sundrungu og átök, bæði innan samfélaga og milli þjóða. Sífellt nýjar óskir koma svo í veg fyrir hamingju og viðhalda óánægju. Erich Fromm talar einnig um stressið sem neyslumenningin hefur í för með sér hjá einstaklingum og í samfélögum. Að vera Á meðan við sækjumst eftir endalausri neyslu hunsum við í leiðinni eigin eðli og dýpri þörf fyrir merkingu. Andstætt því „að hafa“ setur Erich Fromm í bókinni sinni fram hvað það þýðir að lifa lífinu undir formerkjum „að vera“. Það opnar á möguleikann á innihaldsríku, djúpu og fullnægjandi lífi. „Að vera“ einkennist af sjálfstæði, frelsi og gagnrýninni hugsun. Fólk er virkt, ekki í merkingunni „að vera upptekinn af hlutum“ heldur í merkingunni „að hafa tilgang“. Fólk sem ekki lætur stjórnast af þörfinni til að eiga, heldur leitast við að vera, finnur til sjálfs síns, ræktar með sér innra líf og virkni og nýtir hæfileika sína á skapandi, kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt. Fólk skilgreinir sig ekki út frá eignum sínum, heldur út frá því hver það er. „Þegar ég er það sem ég er – en ekki það sem ég á – getur enginn svipt mig neinu, né ógnað öryggi mínu eða tilfinningu fyrir sjálfi mínu. Kjarni veru minnar býr í mér sjálfum“ eru orð Erich Fromm. Fólk upplifir í stað þess að safna hlutum, er til staðar fyrir sjálft sig og aðra og lætur innsta kjarna sinn blómstra. Væri þessi tilveruháttur ríkjandi í samfélaginu, gæti hann skapað frið og jafnvel komið í veg fyrir að mannkynið útrými sjálfu sér með vistfræðilegu hruni, skrifar Erich Fromm árið 1976. Lífsgæðin í nægjusemi Þó að vestræn samfélög hafi ekki hlustað mikið á visku Erich Fromm og annarra fræðimanna erum við orðin móttækilegri og vitum að við getum ekki haldið endalaust áfram á braut neysluhyggju. Ákall er um nægjusemi og æ fleiri skilja að hóf er forsenda sjálfbærrar þróunar, árangurs í loftslagsmálum og betra lífi einstaklinga og samfélaga. Nægjusemi leggur grunn að heilbrigðari og friðsælli framtíð. Áhersla á „að vera“ vísar veg til dýpri sjálfsvitundar og mannlegrar reisnar. Er hamingjan hjá okkur sem eiga nóg ekki fólgin í innra frelsi, sjálfsþroska og kærleika? Meiri lífsgæðum í stað fleiri neyslumöguleika. Við hjá Grænfánanum og Landvernd fögnum hófsemdinni með hvatningarátaki. „Nægjusamur nóvember“ er því haldinn fjórða árið í röð. Þar minnum við á hið jákvæða sem nægjusemi veitir okkur. Gleðin í „að vera“ en ekki bara „að hafa“. „Sá sem veit að nóg er nóg mun ávallt hafa nóg.“ Laó Tse Höfundur er fræðslustjóri Landverndar. Heimild: Fromm, E. (1976). Haben oder Sein: Die seelischen Grundlagen einer neuen Gesellschaft. München: Deutscher Taschenbuch Verlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Í bókahillunni minni er bók sem mun heita á íslensku „Að hafa eða að vera - Sálfræðilegur grundvöllur nýrrar samfélagsgerðar“ eftir Erich Fromm, þýsk-amerískan félagssálfræðing og heimspeking. Bókin kom fyrst út 1976. Erich Fromm var einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar og sameinar í verkum sínum sálfræði, heimspeki og samfélagsgagnrýni á einstakan hátt. „Að hafa eða að vera“ snýst um hvað gerir líf fólks raunverulega merkingarbært og opnar augu lesandans fyrir afleiðingum neyslumenningarinnar. Skilaboðin eru m.a. að sönn hamingja felist ekki í því að hafa, heldur í því að vera. Að hafa Það vekur mér undrun að þessi djúpa og áhrifamikla viska frá því fyrir nærri hálfri öld, frá Fromm og öðrum virtum fræðimönnum virðist ekki hafa haft áhrif á þróunina í vestrænum samfélögum. Neyslumenningin hefur vaxið gífurlega ásamt því að leita hamingju í eignum, þægindum og afrekum. Erich Fromm bendir á að í samfélagi sem stjórnast af því „að hafa“ snýst of margt um hluti. Það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar. Erich Fromm skrifar um eyðileggingu á náttúrunni sem afleiðingu offramleiðslu og ofneyslu. Tengsl fólks við náttúruna rofna. Erich Fromm er meðvitaður um að náttúrulegar auðlindir eru takmarkaðar og bendir m.a. á rannsóknarniðurstöður Rómarsamtakanna frá 1972 um að áframhaldandi vöxtur í framleiðslu og neyslu muni leiða til hruns vistkerfa. Sem virðist vera að raungerast. Hann bendir á vaxandi ójöfnuð bæði innan hvers lands og hnattrænt milli landa sem er einnig kunnuglegt. Og hann lýsir hvernig okkur verður stjórnað í gegnum fjölmiðla og auglýsingar og hvernig þau móta hvernig við sjáum heiminn, oft án þess að við áttum okkur á því. Erich Fromm útskýrir vel að eigingirni og græðgi sem kerfið ræktar leiði ekki til jafnvægis eða friðar. Þvert á móti skapi það sundrungu og átök, bæði innan samfélaga og milli þjóða. Sífellt nýjar óskir koma svo í veg fyrir hamingju og viðhalda óánægju. Erich Fromm talar einnig um stressið sem neyslumenningin hefur í för með sér hjá einstaklingum og í samfélögum. Að vera Á meðan við sækjumst eftir endalausri neyslu hunsum við í leiðinni eigin eðli og dýpri þörf fyrir merkingu. Andstætt því „að hafa“ setur Erich Fromm í bókinni sinni fram hvað það þýðir að lifa lífinu undir formerkjum „að vera“. Það opnar á möguleikann á innihaldsríku, djúpu og fullnægjandi lífi. „Að vera“ einkennist af sjálfstæði, frelsi og gagnrýninni hugsun. Fólk er virkt, ekki í merkingunni „að vera upptekinn af hlutum“ heldur í merkingunni „að hafa tilgang“. Fólk sem ekki lætur stjórnast af þörfinni til að eiga, heldur leitast við að vera, finnur til sjálfs síns, ræktar með sér innra líf og virkni og nýtir hæfileika sína á skapandi, kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt. Fólk skilgreinir sig ekki út frá eignum sínum, heldur út frá því hver það er. „Þegar ég er það sem ég er – en ekki það sem ég á – getur enginn svipt mig neinu, né ógnað öryggi mínu eða tilfinningu fyrir sjálfi mínu. Kjarni veru minnar býr í mér sjálfum“ eru orð Erich Fromm. Fólk upplifir í stað þess að safna hlutum, er til staðar fyrir sjálft sig og aðra og lætur innsta kjarna sinn blómstra. Væri þessi tilveruháttur ríkjandi í samfélaginu, gæti hann skapað frið og jafnvel komið í veg fyrir að mannkynið útrými sjálfu sér með vistfræðilegu hruni, skrifar Erich Fromm árið 1976. Lífsgæðin í nægjusemi Þó að vestræn samfélög hafi ekki hlustað mikið á visku Erich Fromm og annarra fræðimanna erum við orðin móttækilegri og vitum að við getum ekki haldið endalaust áfram á braut neysluhyggju. Ákall er um nægjusemi og æ fleiri skilja að hóf er forsenda sjálfbærrar þróunar, árangurs í loftslagsmálum og betra lífi einstaklinga og samfélaga. Nægjusemi leggur grunn að heilbrigðari og friðsælli framtíð. Áhersla á „að vera“ vísar veg til dýpri sjálfsvitundar og mannlegrar reisnar. Er hamingjan hjá okkur sem eiga nóg ekki fólgin í innra frelsi, sjálfsþroska og kærleika? Meiri lífsgæðum í stað fleiri neyslumöguleika. Við hjá Grænfánanum og Landvernd fögnum hófsemdinni með hvatningarátaki. „Nægjusamur nóvember“ er því haldinn fjórða árið í röð. Þar minnum við á hið jákvæða sem nægjusemi veitir okkur. Gleðin í „að vera“ en ekki bara „að hafa“. „Sá sem veit að nóg er nóg mun ávallt hafa nóg.“ Laó Tse Höfundur er fræðslustjóri Landverndar. Heimild: Fromm, E. (1976). Haben oder Sein: Die seelischen Grundlagen einer neuen Gesellschaft. München: Deutscher Taschenbuch Verlag.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun