Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. nóvember 2024 10:01 Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun