Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir og Fida Abu Libdeh skrifa 10. nóvember 2024 12:15 Við í Suðurkjördæmi búum á heitasta svæði landsins, þar sem fjögur háhitasvæði og jarðvarmavirkjanir veita okkur einstaka orkuauðlind. En það er ekki nóg að nýta þessar auðlindir eingöngu til rafmagnsframleiðslu eða húshitunar – við verðum að gera meiri kröfur um fjölbreyttari og ábyrgari nýtingu þeirra en nú er gert, sem skilar sér í auknum samfélagslegum verðmætum og fjölbreyttum störfum fyrir alla. Við jarðvarmavinnslu verða til ýmis steinefni, eins og kísill, sem hafa mikla möguleika í framleiðslu á verðmætum iðnaðar- og heilbrigðisvörum. Ef við getum fullnýtt þessi efni hér á landi með nýsköpun og þróun getum við skapað störf á sviði heilsu-, efna- og byggingariðnaðar í Suðurkjördæmi. Slík nýting stuðlar að fjölbreyttara atvinnulífi, eflir sjálfbærni svæðisins og byggir undir sjálfstæði og stöðugleika heimabyggðar. Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi til framtíðar Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi ættu að vera leiðarljós þegar kemur að nýtingu auðlinda á landsbyggðinni. Með því að nýta glatvarma frá gagnaverum og orkuverum, til dæmis í gróðurhúsaræktun eða öðrum verkefnum, getum við skapað fleiri störf án þess að auka orkunotkun. Þannig eykst fjölbreytni atvinnulífsins og nýsköpun í heimabyggð, sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun og dregur úr álagi á náttúruna. Stuðningur við fjölbreytt atvinnulíf og samfélagslegan ávinning Þegar við beinum jarðvarmanýtingu ekki aðeins í rafmagnsframleiðslu heldur einnig í iðnað, landbúnað og heilbrigðistengd verkefni, skapast tækifæri fyrir fjölbreyttara og sjálfbærara atvinnulíf. Þessi fjölbreytta nýting auðlinda getur byggt upp sjálfstæð samfélög þar sem aðstæður fyrir heimamenn styrkjast og ný atvinnutækifæri verða til í heimabyggð. Þetta hefur ekki einungis efnahagslega þýðingu heldur einnig félagslega. Með því að skapa fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri gerum við svæðið aðlaðandi fyrir nýja íbúa, þar með talið unga fólkið sem oft flytur í annað í leit að starfi. Fjölbreyttnin eflir grunnstoðir sveitarfélaganna og bætir lífsgæði íbúa, þar sem fjölbreytt atvinnulíf veitir stöðugleika og sjálfbærni. Styrking sveitarfélaga og sjálfstæð samfélög Fjölbreytt nýting á auðlindum stuðlar að því að sveitarfélög í Suðurkjördæmi verði ekki aðeins orkuveitur fyrir aðra landshluta heldur verði sjálfstæð, öflug samfélög með blómstrandi atvinnulífi og sjálfbærum innviðum. Með þessu tryggjum við sterkari byggðir og lífvænleg samfélög, þar sem íbúar sjá tækifæri í þeirri þróun sem fram undan er. Sjálfbær samfélög á landsbyggðinni eru forsenda fyrir sterku og lífvænlegu Íslandi til framtíðar. Tækifærin eru fjölmörg og við eigum öfluga sögu um verðmætasköpun í kringum þekkingu á jarðvarma til að byggja á. Með því að tengjast háskólum og rannsóknarstofnunum má stuðla að þróun nýrra og ábyrgra lausna fyrir jarðvarmanýtingu og sjálfbæran iðnað. Þannig skapast vettvangur fyrir nýsköpun á sviðum eins og efnafræði, umhverfisverkfræði og grænum iðnaði. Slíkt samstarf gerir svæðinu kleift að nýta þá sérstöðu sem það hefur til að leggja sitt af mörkum í alþjóðlegri umhverfisstefnu og sjálfbærni. Með fjárfestingum í rannsóknastarfsemi og frumkvöðlastarfi getur Suðurkjördæmi orðið leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar og hringrásarhagkerfis, sem ekki aðeins styrkir svæðisbundinn efnahag heldur einnig heildarþróun Íslands í átt að sjálfbærari framtíð. Hvatning til fjárfestinga í sjálfbærri framleiðslu Til að nýta auðlindir Suðurkjördæmis á ábyrgan hátt þarf einnig að stuðla að aukinni fjárfestingu í sjálfbærri framleiðslu og nýsköpun. Samstarf milli stjórnvalda, fjármálastofnana og einkageirans er lykilþáttur í að skapa hagstæða umgjörð fyrir svæðisbundna nýsköpun og efla nýtingu náttúruauðlinda á Suðurnesjum. Markviss fjárfesting í grænum iðnaði getur aukið fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins og dregið úr einhæfri nýtingu jarðhitaauðlinda. Stuðningur við nýsköpun í heilbrigðistækni, líftækni og matvælaframleiðslu getur byggst á jarðvarma og öðrum náttúrulegum auðlindum svæðisins. Með markvissri stefnumörkun og fjárfestingaráætlunum er mögulegt að laða að frumkvöðla og fyrirtæki sem leggja áherslu á umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir. Þannig skapast fjölbreyttara atvinnulíf sem þjónar samfélaginu á margþættan hátt og styrkir efnahagslega sjálfbærni Suðurkjördæmis til framtíðar. Framtíðin er ábyrg nýting – fyrir samfélagið og komandi kynslóðir Við skulum gera kröfur um ábyrga og fjölbreytta nýtingu auðlinda í Suðurkjördæmi, þar sem nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi ganga hönd í hönd. Með því að skapa tækifæri fyrir fjölbreytt störf og verðmætasköpun tryggjum við að auðlindir okkar þjóni samfélaginu á margbreytilegan hátt. Þetta er framtíðin sem við stefnum að – framtíð þar sem landsbyggðin blómstrar og auðlindir okkar eru nýttar á ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir alla. Höfundar eru fyrrverandi orkumálastjóri, orku- og umhverfistæknifræðingur og skipa 1. og 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Suðurkjördæmi búum á heitasta svæði landsins, þar sem fjögur háhitasvæði og jarðvarmavirkjanir veita okkur einstaka orkuauðlind. En það er ekki nóg að nýta þessar auðlindir eingöngu til rafmagnsframleiðslu eða húshitunar – við verðum að gera meiri kröfur um fjölbreyttari og ábyrgari nýtingu þeirra en nú er gert, sem skilar sér í auknum samfélagslegum verðmætum og fjölbreyttum störfum fyrir alla. Við jarðvarmavinnslu verða til ýmis steinefni, eins og kísill, sem hafa mikla möguleika í framleiðslu á verðmætum iðnaðar- og heilbrigðisvörum. Ef við getum fullnýtt þessi efni hér á landi með nýsköpun og þróun getum við skapað störf á sviði heilsu-, efna- og byggingariðnaðar í Suðurkjördæmi. Slík nýting stuðlar að fjölbreyttara atvinnulífi, eflir sjálfbærni svæðisins og byggir undir sjálfstæði og stöðugleika heimabyggðar. Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi til framtíðar Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi ættu að vera leiðarljós þegar kemur að nýtingu auðlinda á landsbyggðinni. Með því að nýta glatvarma frá gagnaverum og orkuverum, til dæmis í gróðurhúsaræktun eða öðrum verkefnum, getum við skapað fleiri störf án þess að auka orkunotkun. Þannig eykst fjölbreytni atvinnulífsins og nýsköpun í heimabyggð, sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun og dregur úr álagi á náttúruna. Stuðningur við fjölbreytt atvinnulíf og samfélagslegan ávinning Þegar við beinum jarðvarmanýtingu ekki aðeins í rafmagnsframleiðslu heldur einnig í iðnað, landbúnað og heilbrigðistengd verkefni, skapast tækifæri fyrir fjölbreyttara og sjálfbærara atvinnulíf. Þessi fjölbreytta nýting auðlinda getur byggt upp sjálfstæð samfélög þar sem aðstæður fyrir heimamenn styrkjast og ný atvinnutækifæri verða til í heimabyggð. Þetta hefur ekki einungis efnahagslega þýðingu heldur einnig félagslega. Með því að skapa fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri gerum við svæðið aðlaðandi fyrir nýja íbúa, þar með talið unga fólkið sem oft flytur í annað í leit að starfi. Fjölbreyttnin eflir grunnstoðir sveitarfélaganna og bætir lífsgæði íbúa, þar sem fjölbreytt atvinnulíf veitir stöðugleika og sjálfbærni. Styrking sveitarfélaga og sjálfstæð samfélög Fjölbreytt nýting á auðlindum stuðlar að því að sveitarfélög í Suðurkjördæmi verði ekki aðeins orkuveitur fyrir aðra landshluta heldur verði sjálfstæð, öflug samfélög með blómstrandi atvinnulífi og sjálfbærum innviðum. Með þessu tryggjum við sterkari byggðir og lífvænleg samfélög, þar sem íbúar sjá tækifæri í þeirri þróun sem fram undan er. Sjálfbær samfélög á landsbyggðinni eru forsenda fyrir sterku og lífvænlegu Íslandi til framtíðar. Tækifærin eru fjölmörg og við eigum öfluga sögu um verðmætasköpun í kringum þekkingu á jarðvarma til að byggja á. Með því að tengjast háskólum og rannsóknarstofnunum má stuðla að þróun nýrra og ábyrgra lausna fyrir jarðvarmanýtingu og sjálfbæran iðnað. Þannig skapast vettvangur fyrir nýsköpun á sviðum eins og efnafræði, umhverfisverkfræði og grænum iðnaði. Slíkt samstarf gerir svæðinu kleift að nýta þá sérstöðu sem það hefur til að leggja sitt af mörkum í alþjóðlegri umhverfisstefnu og sjálfbærni. Með fjárfestingum í rannsóknastarfsemi og frumkvöðlastarfi getur Suðurkjördæmi orðið leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar og hringrásarhagkerfis, sem ekki aðeins styrkir svæðisbundinn efnahag heldur einnig heildarþróun Íslands í átt að sjálfbærari framtíð. Hvatning til fjárfestinga í sjálfbærri framleiðslu Til að nýta auðlindir Suðurkjördæmis á ábyrgan hátt þarf einnig að stuðla að aukinni fjárfestingu í sjálfbærri framleiðslu og nýsköpun. Samstarf milli stjórnvalda, fjármálastofnana og einkageirans er lykilþáttur í að skapa hagstæða umgjörð fyrir svæðisbundna nýsköpun og efla nýtingu náttúruauðlinda á Suðurnesjum. Markviss fjárfesting í grænum iðnaði getur aukið fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins og dregið úr einhæfri nýtingu jarðhitaauðlinda. Stuðningur við nýsköpun í heilbrigðistækni, líftækni og matvælaframleiðslu getur byggst á jarðvarma og öðrum náttúrulegum auðlindum svæðisins. Með markvissri stefnumörkun og fjárfestingaráætlunum er mögulegt að laða að frumkvöðla og fyrirtæki sem leggja áherslu á umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir. Þannig skapast fjölbreyttara atvinnulíf sem þjónar samfélaginu á margþættan hátt og styrkir efnahagslega sjálfbærni Suðurkjördæmis til framtíðar. Framtíðin er ábyrg nýting – fyrir samfélagið og komandi kynslóðir Við skulum gera kröfur um ábyrga og fjölbreytta nýtingu auðlinda í Suðurkjördæmi, þar sem nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi ganga hönd í hönd. Með því að skapa tækifæri fyrir fjölbreytt störf og verðmætasköpun tryggjum við að auðlindir okkar þjóni samfélaginu á margbreytilegan hátt. Þetta er framtíðin sem við stefnum að – framtíð þar sem landsbyggðin blómstrar og auðlindir okkar eru nýttar á ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir alla. Höfundar eru fyrrverandi orkumálastjóri, orku- og umhverfistæknifræðingur og skipa 1. og 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun