Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun