21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun