Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. nóvember 2024 13:32 Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun