Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar 11. nóvember 2024 08:01 Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri. Ræðum um rekstrarform Því er gjarnan haldið fram að það þurfi nauðsynlega að hrista upp í fjölbreytni á skólastiginu og að fólk eigi að búa við meira valfrelsi þegar kemur að því að velja grunnskóla fyrir börnin sín. Það sé í senn til þess fallið að bæta menntakerfið og leiði til kjarabóta fyrir kennara. Á mannamáli þýðir það að í stað þess að flest börn gangi í sinn hverfisskóla í grennd við heimili sitt og eignist bekkjarfélaga í sínu nágrenni, verði til fleiri einkareknir sérskólar – skólar sem munu vilja laða til sín nemendur sem standa sig vel í bóknámi eða eiga foreldra sem hafa fjárhagslega burði. Á sama tíma verði almenna skólakerfinu falið að annast þau börn sem hafa fjölbreyttari þarfir og/eða þau sem eiga efnaminni foreldra. Þarna þurfum við ekki að spyrja að leikslokum. Svíþjóð sker sig úr – og ekki á góðan hátt Samfylkingin hefur ekki sett sig upp á móti rekstri sjálfstæðra skóla en þeir eru eins mismunandi og þeir eru margir. Hins vegar er það grundvallarsýn okkar að þær menntastofnanir verði hverfisskólakerfinu alltaf til fyllingar og að hagnaðardrifin sjónarmið eigi ekki að búa að baki rekstri þeirra. Einkareknir sérskólar eru almennt óhagnaðardrifnir hér á landi sem og í Danmörku, þó það sé ekki einhlítt. Í Finnlandi og Noregi hafa einkaaðilar annast rekstur skóla fyrir nemendur með sérþarfir, almennt á óhagnaðardrifnum grundvelli. Svíþjóð sker sig hins vegar verulega úr. Þegar skyldumenntun barna færðist frá ríki til sveitarfélaga á 10. áratug síðustu aldar, varð úr að hagnaðardrifnum fyrirtækjum var gefinn laus taumur til að stofna einkaskóla. Skóla sem áttu að skila fjárhagslegum hagnaði. Um 15% sænskra barna ganga nú í slíka skóla – skóla sem í grundvallaratriðum eru reknir fyrir skattfé almennings og viðbótarframlag foreldra. Í stuttu máli hafa þetta oft reynst afar gróðavænlegar rekstrareiningar. Sænskir sósíaldemókratar hafa reynt að hafa sig alla við í því að vinda ofan af þessari þróun. Niðurstöður úr PISA könnunum sýna jafnframt fram á að félags- og efnahagslegur bakgrunnur hefur mun meiri áhrif á námsframmistöðu barna í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum. Jöfnunartæki – ekki hagnaðarstarfsemi Við munum hvorki bæta kjör kennara né aðstæður í menntakerfinu með því að breyta gamalgrónu hverfisskólafyrirkomulagi okkar yfir í tvöfalt kerfi, sem er beinlínis tæki til ójöfnunar. Það er hægt að gefa sér að einstaklingsframtak í menntakerfinu leiði af sér aukið sjálfstæði og sveigjanleika í námi og þar með kennara, en hér þarf líka að líta til þess að kennarar í einkareknum skólum geta á sama tíma búið við meira vinnuálag og óöryggi varðandi starfskjör þegar tilgangur starfseminnar er ekki að kenna börnum, heldur skapa hagnað fyrir eigendur skólans. Leggjum áherslu á bættar starfsaðstæður kennara Íslenskt menntakerfi stendur að mörgu leyti á tímamótum. Stjórnmálafólk sem býður sig nú fram til Alþingis getur ekki lagt fram lausn á þeirri kjaradeilu sem nú er til úrlausnar fyrir kosningar. Til þess skortir okkur forsendur og við viljum geta treyst samningsaðilum til að ná saman sem allra fyrst. Það verður þó að leggja áherslu á að starfsumhverfi kennara hefur breyst til muna á síðastliðnum misserum, samhliða fjölbreyttara samfélagi og aukinna krafna til að mæta nemendum með einstaklingsbundnar þarfir. Starfsaðstæður kennara eiga að skipta okkur höfuðmáli. Þess vegna eigum að setja alla okkar krafta í að styðja við að hverfisskólarnir geti þjónað sem flestum í sínu nærumhverfi og leita leiða til að grípa einstaklinga hafa sértækari þarfir á forsendum félagslegs og efnahagslegs jöfnuðar. Það er plan í anda jafnaðarstefnunnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri. Ræðum um rekstrarform Því er gjarnan haldið fram að það þurfi nauðsynlega að hrista upp í fjölbreytni á skólastiginu og að fólk eigi að búa við meira valfrelsi þegar kemur að því að velja grunnskóla fyrir börnin sín. Það sé í senn til þess fallið að bæta menntakerfið og leiði til kjarabóta fyrir kennara. Á mannamáli þýðir það að í stað þess að flest börn gangi í sinn hverfisskóla í grennd við heimili sitt og eignist bekkjarfélaga í sínu nágrenni, verði til fleiri einkareknir sérskólar – skólar sem munu vilja laða til sín nemendur sem standa sig vel í bóknámi eða eiga foreldra sem hafa fjárhagslega burði. Á sama tíma verði almenna skólakerfinu falið að annast þau börn sem hafa fjölbreyttari þarfir og/eða þau sem eiga efnaminni foreldra. Þarna þurfum við ekki að spyrja að leikslokum. Svíþjóð sker sig úr – og ekki á góðan hátt Samfylkingin hefur ekki sett sig upp á móti rekstri sjálfstæðra skóla en þeir eru eins mismunandi og þeir eru margir. Hins vegar er það grundvallarsýn okkar að þær menntastofnanir verði hverfisskólakerfinu alltaf til fyllingar og að hagnaðardrifin sjónarmið eigi ekki að búa að baki rekstri þeirra. Einkareknir sérskólar eru almennt óhagnaðardrifnir hér á landi sem og í Danmörku, þó það sé ekki einhlítt. Í Finnlandi og Noregi hafa einkaaðilar annast rekstur skóla fyrir nemendur með sérþarfir, almennt á óhagnaðardrifnum grundvelli. Svíþjóð sker sig hins vegar verulega úr. Þegar skyldumenntun barna færðist frá ríki til sveitarfélaga á 10. áratug síðustu aldar, varð úr að hagnaðardrifnum fyrirtækjum var gefinn laus taumur til að stofna einkaskóla. Skóla sem áttu að skila fjárhagslegum hagnaði. Um 15% sænskra barna ganga nú í slíka skóla – skóla sem í grundvallaratriðum eru reknir fyrir skattfé almennings og viðbótarframlag foreldra. Í stuttu máli hafa þetta oft reynst afar gróðavænlegar rekstrareiningar. Sænskir sósíaldemókratar hafa reynt að hafa sig alla við í því að vinda ofan af þessari þróun. Niðurstöður úr PISA könnunum sýna jafnframt fram á að félags- og efnahagslegur bakgrunnur hefur mun meiri áhrif á námsframmistöðu barna í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum. Jöfnunartæki – ekki hagnaðarstarfsemi Við munum hvorki bæta kjör kennara né aðstæður í menntakerfinu með því að breyta gamalgrónu hverfisskólafyrirkomulagi okkar yfir í tvöfalt kerfi, sem er beinlínis tæki til ójöfnunar. Það er hægt að gefa sér að einstaklingsframtak í menntakerfinu leiði af sér aukið sjálfstæði og sveigjanleika í námi og þar með kennara, en hér þarf líka að líta til þess að kennarar í einkareknum skólum geta á sama tíma búið við meira vinnuálag og óöryggi varðandi starfskjör þegar tilgangur starfseminnar er ekki að kenna börnum, heldur skapa hagnað fyrir eigendur skólans. Leggjum áherslu á bættar starfsaðstæður kennara Íslenskt menntakerfi stendur að mörgu leyti á tímamótum. Stjórnmálafólk sem býður sig nú fram til Alþingis getur ekki lagt fram lausn á þeirri kjaradeilu sem nú er til úrlausnar fyrir kosningar. Til þess skortir okkur forsendur og við viljum geta treyst samningsaðilum til að ná saman sem allra fyrst. Það verður þó að leggja áherslu á að starfsumhverfi kennara hefur breyst til muna á síðastliðnum misserum, samhliða fjölbreyttara samfélagi og aukinna krafna til að mæta nemendum með einstaklingsbundnar þarfir. Starfsaðstæður kennara eiga að skipta okkur höfuðmáli. Þess vegna eigum að setja alla okkar krafta í að styðja við að hverfisskólarnir geti þjónað sem flestum í sínu nærumhverfi og leita leiða til að grípa einstaklinga hafa sértækari þarfir á forsendum félagslegs og efnahagslegs jöfnuðar. Það er plan í anda jafnaðarstefnunnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar